patterns > Stroffhúfur and 1 more...
> Blágrýti
Blágrýti
English translation might be available later.
Blágrýti er niðurstaða mikilla hugsana og pælinga hönnuðarins. Blágrýti er hönnuð til þess að sitja sérstaklega vel á kolli. Hún er prjónuð í hring, frá hvirfli og niður og því myndast ekki þessi tota eða upphækkun sem er svo algengt að myndist efst á stroffhúfum. Þetta er gert með því að auka hratt út og hafa útaukningarnar symmetrískar. Stuðst var við hugmynd EZ um pi sjöl. Hönnuðinum finnst Blágrýti hin fullkomna stroffhúfa. Stærðirnar eru á mjög breiðu bili og stærsta húfan hentar sérlega vel fyrir höfuðstór eða þau sem þurfa aukapláss fyrir hárið.
Húfan er prjónuð ofanfrá.
Stærðir: 1 (2) 3.
1: Barnastærð (upp í ca 8-10 ára eða 53 cm stórt höfuð).
2: Ungmenni/fullorðinn (54-59 cm, passar á flest höfuð)
3: Stór fullorðinsstærð. (60-64 cm).
Garn: 100 (100) 150 gr Arwetta classic frá Filcolana eða annað garn í fínbandsgrófleika (fingering weight). Garnið er prjónað tvöfalt.
Prjónar: 3.5 mm sokkaprjónar og 40 cm hringprjónn í sömu stærð.
Annað: 16 prjónamerki og frágangsnál.
Prjónfesta er ekki aðalatriði í þessari húfu þar sem hún teygist talsvert. Aðalatriðið er hvort prjónarinn er ánægður með þéttleikann. Ég held að flest fái ágæta niðurstöðu á 3.5 mm prjóna.
Tilraunir hafa verið gerðar með ýmis konar garn og liti og prjónafólk er hvatt til að leika sér sem mest með uppskriftina.
49900 projects
stashed 25155 times
- First published: August 2022
- Page created: August 16, 2022
- Last updated: July 19, 2024 …
- visits in the last 24 hours
- visitors right now