patterns > Hannyrðabúðin
> Dúnmjúk og hlý
Dúnmjúk og hlý
Jakuxi er stórgerð og síðhærð tegund nautgripa sem er helst að finna hjá samfélögum manna í Himalajafjöllum Kína, Tíbet og Nepal, og einnig í Mongólíu. Samfélög þessi eru að miklu leyti háð jakuxum um lífsafkomu sína enda dýrin sterkbyggð og þola mjög mikinn kulda og rýrt fóður.
Feldur jakuxans hefur þrjú mismunandi lög af ull, en íslenska ullin hefur tvö lög, tog og þel. Grófasta og ysta ullin á jakuxanum er enn grófari en tog og innsta lagið er mun fínna og mýkra en þel. Þessi innsti feldur sér til þess að jakuxinn kólnar ekki þó frostið nái meira en 50 gráðum.
Við leitum alltaf eftir nýjum og spennandi tegundum af garni fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina og höfum nú fundið ótrúlegt garn sem í er 24% jakuxaull. Það heitir TIBET frá Cewec og fæst í nokkrum mjög fallegum litum sem allir eru blandaðir, samkembdir og því eins og sanseraðir. Þráðurinn er óspunninn en sjálfur prjónaður og er mjög loftmikill enda eru á dokkunni 25 gr í 190 metrum. Það er líkast því að handleika dún.
Í peysuna fór nákvæmlega 1 dokka af hvorum lit, dökkbláu og ljósbrúnu og því mikilvægt að hafa í huga að ef einhver frávik eru frá prjónafestu eða stærð þarf að endurskoða garnmagnið. Prjónað er garðaprjón (slétt prjón fram og til baka) á langan hringprjón no 4, kantur er heklaður með heklunál no 3. Prjónafesta: 25 l = 10 sm. Vídd á peysu 50 sm.
569 projects
stashed 582 times
- First published: January 2018
- Page created: January 9, 2018
- Last updated: January 9, 2018 …
- visits in the last 24 hours
- visitors right now