Vinkonuvettlingar
by Tinna Thórudóttir
patterns > Heklfélagið
> Vinkonuvettlingar
© Heklfélagið
Vinkonuvettlingar
Þessir vettlingar urðu til með Írisi vinkonu á einu af okkar yndislegu hannyrðakvöldum niðri á vinnustofu. Mig hafði langað til að prófa að hekla vettlinga úr “öfugri” átt, byrja efst á belg og hekla niður að stroffi svo ég ákvað að skella í eina slíka. Þetta eru sannkallaðir vinkonuvettlingar. Tvær dokkur duga akkúrat í tvö pör af vettlingum ef litunum er svissað. Það er því upplagt að hekla eitt par fyrir þig og annað fyrir bestu vinkonu þína! Ég ætla sko heldur betur að hekla svona fyrir Írisi. Þumlarnir eru heklaðir fyrst stakir og eru því frá þegar byrjað er á vettlingunum sjálfum, enda fátt leiðinlegra í vettlingagerð heldur en að eiga blessaða þumlana eftir. Nú heyrir það vandamál sögunni til!
About this yarn
by CaMaRose
Fingering
100% Merino
219 yards
/
50
grams
4093 projects
stashed 2458 times
rating
of
4.7
from
535 votes
More from Tinna Thórudóttir
- First published: January 2014
- Page created: June 21, 2015
- Last updated: May 25, 2023 …
- visits in the last 24 hours
- visitors right now