Hrafnafífa

Crochet
January 2014
Light Fingering ?
9 stitches and 6 rows = 4 inches
6.0 mm (J)
684 yards (625 m)
Ein stærð
Icelandic

Hugmyndin að peysunni kom þegar mig vantaði peysu til að vera í utan yfir kjól sem ég hafði nýlega keypt mér. Hann var með mjög fallegu munstri og þess vegna ákvað ég að hafa peysuna gisna. Fyrst í stað hafði ég hugsað mér að hekla ermarnar sér og sauma þær á bolinn en þegar mér datt í hug þessi aðferð varð ég að prófa hana. Mér finnst heillandi að peysan öll er hekluð í einu stykki. Ég átti nokkrar dokkur af misþykku svörtu garni sem ég ákvað að blanda saman í fyrstu útgáfu og fannst það koma nokkuð vel út og gera peysuna skvísulegri.