Guðbjörg Dóra Sverrisdóttir
Designer

Patterns available as Ravelry Downloads
Knitting: Pullover
Peysan er hefðbundin lopapeysa.
Knitting: Baby Doll
Sparifín er sett sem samanstendur af kjól, brók og sokkum á Baby born dúkku.
Knitting: Baby Doll
Agnarögn er sett af fötum fyrir Baby born, húfa, vettingar, sokkar, buxur og peysa.
Knitting: Baby Doll
Grallaraspói er uppskrift fyrir Baby born eða aðrar 43 cm dúkkur. Í uppskriftinni er heilgalli og húfa.
Knitting: Mid-calf Socks
Sunnudagssokkarnir eru fínlegir sokkar sem gaman er að prjóna. Þeir hafa afar teygjanlegt stroff. Fallegur munsturkafli fyrir neðan stroff hjálpar til við að halda sokkunum uppi. Franskur hæll er á sokkunum og litlar doppur, lúsamunstur á framleista.
Knitting: Mid-calf Socks
Sokkarnir eru prjónaðir ofan frá og niður úr fínu sokkagarni (210 m á 50 gr dokkum). Sokkarnir hafa þá sérstöðu að vera með útprjónaða tá og hæl sem gerir þá endingarbetri.
Knitting: Pullover
Léttlopa peysa prjónuð í hring, neðan frá og upp. Ermar settar í og munstur prjónað ásamt styttum umferðum sem móta hálsmálið.
Knitting: Pullover
Uppskriftin er að klassískri lopapeysu á bæði kynin. Hún er í 7 stærðum, XS, S, M, L og XL og að auki er bætt við tveimur millistærðum sem henta þeim sem eru milli númera eða vilja aðeins þrengri eða víðari peysu.
Knitting: Cardigan
Skemmtileg og einföld peysa sem upplögð er í leikskólann eða skólann. Fljótprjónuð með laskaúrtöku. Heklaður kantur neðan á peysunni og á ermunum gefur henni sérstakan blæ. Hettan er álfahett með löngu skotti sem heillar marga krakka. Svo er auðvitað hægt að sleppa hettunni ef vill.
Knitting: Cardigan
Opin lopapeysa úr einföldum plötulopa og einbandi en kemur einnig mjög vel út ef prjónað er með tvöföldum plötulopa. Sjá má prjónaferlið á blogginu mínu:
Knitting: Cardigan
Skemmtileg lopapeysa sem gefur ýmsa möguleia í litasamsetningu. Peysan er opin að framan og hægt er að hafa hvort sem er tölur eða rennilás á henni.
Knitting: Pullover
Uppskriftin er að frekar hefðbundinni lopapeysu en smákaðlar á stroffi og í hálsmáli skreyta hana þó mjög mikið og gera hana sérstaka. Auðvelt er að hafa peysuna opna að framan.
Knitting: Pullover
Toppurinn er prjónaður úr einum þræði af Plötulopa og einum þræði af kid mohair (t.d. Baby kid extra frá Filatura Di Crosa eða Plumet) nema tvíbandamunstrið sem er prjónað úr einum þræði af Plötulopa. Einnig má nota Létt-lopa í toppinn
Knitting: Coat / Jacket
Afar klæðileg hneppt lopapeysa. Munstur nokkuð hefðbundið en smákaðlar skreyta stroff. Uppskriftin er í mörgum stærðum, frá M - 3XL
Knitting: Pullover
Sett með peysu, húfu og stúkum. Prjónað úr einföldum plötulopa og einbandi. Allt eins mætti nota kiðlingamóher í stað plötulopans. Fjórar stærðir eru í uppskriftinni.
Knitting: Pullover
Peysa og húfa úr Kambgarni. Prjónað í hring á prjóna nr. 4,5.
Knitting: Pullover
Afar fínleg peysa sem prjónuð er úr einföldum plötulopa. Hún er létt en þó mjög hlý. Peysuna er einnig hægt að prjóna úr léttlopa.
Knitting: Pullover
Fljótprjónað lopasett úr tvöföldum plötulopa. Settið samanstendur af hettupeysu, húfu og vettlingum.
Knitting: Pullover
Falleg barnapeysa sem má hvort sem er prjóna úr blöndu af Kambgarni og kiðlingamóhe eða úr Léttlopa. Um tvenns konar lík munstur er að ræða.
Knitting: Cardigan, Pants
Fljótprjónað sett sem samanstendur af hnepptri peysu, húfu og smekkbuxum. Peysan er prjónuð fram og til baka, ofan frá og niður, fyrir utan ermarnar sem prjónaðar eru í hring. Kantar í hálsinn, framan og neðan á peysunni eru prjónaðir með perluprjóni. Hnappagöt eru á vinstri hlið peysunnar og eru þau gerð jafnhliða og peysan er prjónuð. Peysan ...
Knitting: Pullover
Hefðbundin opin lopapeysa. Prjónuð á prjóna nr. 5,5.
Knitting: Pullover
Einföld peysa sem hægt er að prjóna bæði úr einföldum plötulopa og Léttlopa.
Knitting: Pullover
Peysan er prjónuð í hring eins og hefðbundnar íslenskar peysur. Hún er aðsniðiðin og klæðist mjög vel. Uppskriftin er í stærðum S-XXL. Peysan er að mestu prjónuð á prjóna nr. 5. Í aðallit þarf 7-10 dokkur eftir stærð og 1-2 af þremur munsturlitum.
Knitting: Cardigan
Peysa með munstri sem sækir í íslenska útsaumshefð.
Knitting: Pullover
Litll og nett lopapeysa sem prjónuð er úr einföldum plötulopa. Kantur er á peysunni til að auðveldara sé að klæðast henni. Auðvelt að skipta út garni og nota Léttlopa eða Spuna eða ámóta garn.